Sigurður Steinar fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:47 Sigurður Steinar á síðasta degi sínum í vinnunni fyrir einu og hálfu ári. Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018. Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018.
Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52
Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22