Liverpool búið með mun erfiðari leiki en Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 08:30 Mörk frá Mohamed Salah og Jordan Henderson tryggðu Liverpool endurkomusigur á móti Tottenham um síðustu helgi. Getty/Jan Kruger Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira