Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 22:15 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Samsett Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00