Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 19:04 Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Skaðabótamálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir stærsta hluta kröfunnar tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna séu vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá varð fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina.Samherji fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Skaðabótamálin eru tvö þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fer einnig persónulega fram á fimm milljóna króna bætur vegna lögfræðikostnaðar sem hann þurfti að leggja út fyrir. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Samtals hljóða kröfur Samherja og Þorsteins gagnvart seðlabankanum upp á rúmar 322 milljónir króna.Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmLögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í nóvember í fyrra felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvisvar sent kærur vegna meintra brota til sérstaks saksóknara, sem vísaði málunum aftur til seðlabankans, áður en bankinn sektaði fyrirtækið. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Skaðabótamálið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir stærsta hluta kröfunnar tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna séu vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá varð fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina.Samherji fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Skaðabótamálin eru tvö þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fer einnig persónulega fram á fimm milljóna króna bætur vegna lögfræðikostnaðar sem hann þurfti að leggja út fyrir. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Samtals hljóða kröfur Samherja og Þorsteins gagnvart seðlabankanum upp á rúmar 322 milljónir króna.Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmLögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í nóvember í fyrra felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn hafði tvisvar sent kærur vegna meintra brota til sérstaks saksóknara, sem vísaði málunum aftur til seðlabankans, áður en bankinn sektaði fyrirtækið.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira