Samfélagsleg ábyrgð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 28. október 2019 16:15 Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“. Við þurfum að muna það að hér erum við að tala um banka. Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum? Jafnrétti snýst um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunna að vera á vegi fólks vegna kyns. Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er listað fyrst í upptalningunni er Engin fátækt. Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð. Konur eru í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljast til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkarla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga? Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu? Jafnrétti verður aldrei náð fyrr en við erum öll laus úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti og bankar eiga vissulega sinn hlut í að viðhalda því. Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Jafnréttismál Sanna Magdalena Mörtudóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Mér finnst frábært þegar fyrirtæki setja upp kynjagleraugun með gagnrýnum hætti og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. Bankinn greindi nýverið frá því að hann vildi horfa í auknu mæli til jafnréttismála. Það hallar víða á konur í samfélaginu og það þarf heldur betur að bæta úr því. Í ljósi umræðunnar sendi Íslandsbanki frá sér skilaboð á heimasíðu sinni sem hér segir: „Íslandsbanki hefur sett sér þá stefnu að vera hreyfiafl til góðra verka. Í kjölfar stefnumótunar bankans var í samræmi við hana ákveðið að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; lofslagsmálum, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og menntun“. Við þurfum að muna það að hér erum við að tala um banka. Banka, sem lánar fólki t.d. pening, sem það þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Og við erum að tala um jafnréttismál, samanber femínisma. Þó svo að ég trúi því að fólk hljóti að meina vel með því að taka ákveðin skref í átt að jafnrétti, hér varðandi aukinn sýnileika kvenna innan karllægra fyrirtækja, þá bendir þetta á sama tíma okkur á hvernig starfsemi bankans í eðli sínu viðheldur ójafnrétti á öðrum sviðum. Hér erum við erum að tala um banka, sem í núverandi mynd er eitt af því kapítalískasta sem fyrirfinnst þannig ég sé ekki hvernig jafnrétti og banki eiga saman í sömu setningu. Í því samhengi sé ég ekki hvernig í ósköpunum banki getur verið hreyfiafl til góðra verka í jafnréttismálum? Jafnrétti snýst um meira en það að skoða eingöngu hindranir sem kunna að vera á vegi fólks vegna kyns. Það þarf líka að skoða hvernig aðrir þættir, líkt og slæm efnahagsleg staða, mótar veruleika fólks og greina það í samspili við kyn og hvernig slíkt getur verið hindrun í átt að jafnrétti. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem er listað fyrst í upptalningunni er Engin fátækt. Hvernig ætlar bankinn raunverulega að vinna að jafnrétti ef hann ávarpar ekki þátt sinn í því að viðhalda efnahagslegu ójafnrétti? Ætli bankinn taki það kannski bara upp síðar í jafnréttisáætlun sinni, eða kannski aldrei? Þegar orðið fátækt er slegið inn í leitarvél á heimasíðu Íslandsbankans, kemur ein niðurstaða fram en það er í byrjun á setningu sem hljóðar svo „Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1 [...] Hinn hluti setningarinnar telur síðan upp önnur heimsmarkmið sem bankinn vinnur að en ekkert er nánar fjallað um hvernig bankinn hafi látið til sín taka í baráttunni við fátækt eða hvort hann ætli að halda áfram á þeirri vegferð. Neðar er svo fjallað um samfélagsábyrgð. Konur eru í meirihluta í þeim láglaunastörfum sem teljast til hefðbundinna kvennastétta, líkt og umönnunarstörf. Ætlar bankinn að bjóða sérkjör fyrir þær konur sem greiða mánaðarlega um marga þúsundkarla í útvexti af hárri yfirdráttarheimild sinni sem þær hafi ekki náð að greiða niður? Eða samrýmast fátækar konur, ekki þeim jafnréttismálum sem Íslandsbankinn er að leitast við að vinna að núna? Þurfa þær konur bara að bíða? Eins og svo oft áður? Fá sömu láglaunakonurnar sem fá greiddar um 300.000 krónur inn á reikninginn sinn mánaðarlega, undanþágu frá því að greiða árlegt gjald vegna bankaábyrgðar sem þær nota sem tryggingu vegna leigusamninga? Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar sem maxa VISA og taka reglulega út af kortinu sínu í gegnum hraðbankann og millifæra allann þann pening inn á almennan bókarlausan til að geta greitt reikninganna, því launin voru búin svo snemma í mánuðinum? Það er dýrt að vera fátækur og gjöldin eru fljót að hrannast upp þegar viðkomandi tekur út frekar háar upphæðir af VISA og er kominn í vítahring skuldafens. Er þetta ekki kjörið verkefni í jafnréttisplaggið ykkar kæri Íslandsbanki? Að hjálpa láglaunakonum úr skuldafeni með því að afnema óþarfa gjaldtöku? Sýnir það ekki samfélagslega ábyrgð í verki að hagnast ekki af þeim sem standa verst í samfélaginu? Jafnrétti verður aldrei náð fyrr en við erum öll laus úr viðjum kúgunar, þar sem helsta ójafnréttið á götum margra er efnahagslegt ójafnrétti og bankar eiga vissulega sinn hlut í að viðhalda því. Við þurfum virkilega á samfélagsbanka á að halda, þar sem markmiðið snýst um að þjóna hagsmunum almennings. Fjárhagslega drifnir bankar sem starfa að því markmiði að skila hluthöfum sínum gróða eru ekki lausnin sama hversu falleg jafnréttisáætlun þeirra gæti orðið. Með einni hendi er verið að vinna að því að auka á sýnileika kvenna, þar sem hallar á þær en með hinni hendinni hafa bankarnir vald til þess að ýta fátækum konum og þeim sem hafa það allra verst í samfélaginu niður í efnahagslegt öngþveiti.Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun