Dufl hlýtur Gulleggið í ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 12:39 Aðstandendur verkefnisins Dufl. Icelandic Startups Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði Gulleggið í ár, en um er að ræða frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Í tilkynningu segir að Dufl, sem hefur þróað bættan staðsetningarbúnað fyrir sjó, hafi hlotið að launum 1,5 milljón króna í verðlaun og sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product) sem fylgdu ráðgjafatímar hjá Marel og Hugverkastofunni.Sigurvegararnir í flokkunum fjórum.Icelandic StartupsGulleggið var fyrst veitt árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra. „Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir: - Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem fékk að launum 150.000 kr. frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og ráðgjafatíma hjá KPMG. GreenBytes býður upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða. - Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health) sem fengu að launum 300.000 kr. í peningaverðlaun frá Landsbankanum, ráðgjafatíma hjá Össuri og samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni. Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum. - Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital). Hlaut teymið að launum ráðgjöf hjá Origo og Advel lögmannsstofu.“ - Í kosningunni um Val fólksins sem fór fram á vefsvæði RÚV bar Vegangerðin sigur úr býtum. Vegangerðin framleiðir íslenskan grænan próteingjafa fyrir heimili og veitingastaði. Nýsköpun Upplýsingatækni Tengdar fréttir Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. 9. október 2019 14:37 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði Gulleggið í ár, en um er að ræða frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Í tilkynningu segir að Dufl, sem hefur þróað bættan staðsetningarbúnað fyrir sjó, hafi hlotið að launum 1,5 milljón króna í verðlaun og sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product) sem fylgdu ráðgjafatímar hjá Marel og Hugverkastofunni.Sigurvegararnir í flokkunum fjórum.Icelandic StartupsGulleggið var fyrst veitt árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra. „Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir: - Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem fékk að launum 150.000 kr. frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og ráðgjafatíma hjá KPMG. GreenBytes býður upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða. - Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health) sem fengu að launum 300.000 kr. í peningaverðlaun frá Landsbankanum, ráðgjafatíma hjá Össuri og samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni. Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum. - Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital). Hlaut teymið að launum ráðgjöf hjá Origo og Advel lögmannsstofu.“ - Í kosningunni um Val fólksins sem fór fram á vefsvæði RÚV bar Vegangerðin sigur úr býtum. Vegangerðin framleiðir íslenskan grænan próteingjafa fyrir heimili og veitingastaði.
Nýsköpun Upplýsingatækni Tengdar fréttir Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. 9. október 2019 14:37 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. 9. október 2019 14:37