Nýkominn með bílinn úr Norrænu þegar hann fauk út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 11:13 Frá Suðurlandsvegi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Bifreið fauk út af Suðurlandsvegi við Núpsstað þann 24. október síðastliðinn. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins á bifreiðinni með Norrænu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Meiðsl ökumannsins reyndust minniháttar. Sama dag fauk tengivagn utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali. Loka þurfti veginum um tíma meðan verið var að greiða úr því. Þá fór bifreið út af veginum við Hunkubakka og valt um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðdraganda slyssins eða líðan þeirra slösuðu þegar lögregla birti tilkynningu sína í morgun. Alls urðu tólf umferðarslys í umdæmi lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Sendibifreið fauk út af veginum skammt vestan Almannaskarðs þann 25. október. Ökumaður hennar er ekki talinn alvarlega slasaður. Sama dag valt bifreið út af Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Bifreiðin fór tvær veltur en ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar. Ökumenn tveggja fjórhjóla sem rákust saman skammt frá Sólheimum þennan sama dag slösuðust eitthvað. Ekki var að fá upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Þá höfðu ferðamenn í tveimur aðskildum málum samband við lögreglu í gær og óskuðu aðstoðar þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar á Kjalvegi. Þeim var komið í samband við dráttarbílaþjónustu sem aðstoðaði þá við að komast til byggða. Alls voru níutíu og tveir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Sektarupphæðin var samanlagt rúmlega sjö og hálf milljón króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um tvo þriðju. Lögreglumál Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Bifreið fauk út af Suðurlandsvegi við Núpsstað þann 24. október síðastliðinn. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins á bifreiðinni með Norrænu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Meiðsl ökumannsins reyndust minniháttar. Sama dag fauk tengivagn utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali. Loka þurfti veginum um tíma meðan verið var að greiða úr því. Þá fór bifreið út af veginum við Hunkubakka og valt um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðdraganda slyssins eða líðan þeirra slösuðu þegar lögregla birti tilkynningu sína í morgun. Alls urðu tólf umferðarslys í umdæmi lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Sendibifreið fauk út af veginum skammt vestan Almannaskarðs þann 25. október. Ökumaður hennar er ekki talinn alvarlega slasaður. Sama dag valt bifreið út af Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Bifreiðin fór tvær veltur en ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar. Ökumenn tveggja fjórhjóla sem rákust saman skammt frá Sólheimum þennan sama dag slösuðust eitthvað. Ekki var að fá upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Þá höfðu ferðamenn í tveimur aðskildum málum samband við lögreglu í gær og óskuðu aðstoðar þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar á Kjalvegi. Þeim var komið í samband við dráttarbílaþjónustu sem aðstoðaði þá við að komast til byggða. Alls voru níutíu og tveir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Sektarupphæðin var samanlagt rúmlega sjö og hálf milljón króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um tvo þriðju.
Lögreglumál Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira