Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 10:17 Þingkonan Katie Hill. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira