„Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Sokratis Papastathopoulos talar við Martin Atkinson dómara á meðan VAR skoðar mark Grikkjans. Markið var síðan dæmt af. Getty/Catherine Ivill Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman. Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman.
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira