Enski boltinn

Gefa laun sín til góðgerðamála eftir níu marka tap

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum sögulega
Úr leiknum sögulega vísir/getty
Leikmannahópur enska úrvalsdeildarliðsins Southampton tók ákvörðun um að loka erfiðri helgi með góðverki en tilkynning þess efnis kom inn á heimasíðu félagsins seint í gærkvöldi.

Liðið varð sér til skammar í fyrsta leik helgarinnar í enska boltanum þegar Southampton tapaði 0-9 fyrir Leicester á heimavelli síðastliðið föstudagskvöld. Stærsta tap á heimavelli í sögu deildarinnar og niðurlægingin algjör.

Í yfirlýsingunni segir að allir leikmenn og allt starfslið aðalliðsins muni gefa laun sín frá föstudeginum til góðgerðamála en félagið heldur úti sérstökum góðgerðasjóði líkt og mörg önnur íþróttafélög.

Þar segir jafnframt að leikmenn liðsins hafi unnið úr tapinu um helgina og einbeiti sér nú að því sem er framundan en Southampton á verðugt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið heimsækir Englandsmeistara Manchester City í enska deildabikarnum.

Næsti deildarleikur liðsins er sömuleiðis gegn Man City, næstkomandi laugardag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×