Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. október 2019 18:30 Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira