Smyrill í dekri í heimahúsi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 19:30 Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki. Árborg Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki.
Árborg Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira