Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 12:30 Sigurður Ingi fluttu yfirgripsmikið erindi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Geysi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg. Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg.
Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira