Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 16:34 Loftslagsmótmælendur í Kanada krefjast aðgerða í Edmonton í síðustu viku. AP/Dave Chidley Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira