
Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, boðaði í upphafi vikunnar að Íslandsbanki myndi forðast að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylltu herbergið aðeins af karlmönnum. Þá ætli bankinn að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóði upp á afgerandi kynjahalla.
Útspil bankans hefur meðal annars sætt gagnrýni meðal fjármálaráðherra sem segir framtakið koma honum spánskt fyrir sjónir. Meðfram því ætlar Íslandsbankinn að kveðja sparibauka sína úr plasti og hætta að prenta skýrslur af umhverfissjónarmiðum.
Kvenréttindafélagið segist í ályktun sinni fagna áformum Íslandsbanka „að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla,“ segir í ályktuninni.
„Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“
Tengdar fréttir

Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka
Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu.

Væri ekki nær að baka köku?
Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála.

Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“

Varhugaverð vegferð
Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að "kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans.

Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla
Búið að flagga tiltekna fjölmiðla.