Enski boltinn

Rick Astley vill halda Solskjær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
"Ole er við stýrið.“
"Ole er við stýrið.“ vísir/getty
Skiptar skoðanir eru á meðal stuðningsmanna Manchester United hvort félagið eigi að halda tryggð við knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær.

Söngfuglinn Rick Astley er í hópi þeirra stuðningsmanna United sem vill halda Solskjær.

„Við höfum farið hina leiðina. Við reyndum að hafa ofurstjörnur sem stjóra, menn sem höfðu unnið Meistaradeildina. Það virkaði ekki,“ sagði Astley á talkSPORT.

„Kannski er kominn tími til að halda tryggð við einn okkar. Auðvitað tekur það tíma. Þú breytir ekki svona stóru félagi með svona leikmönnum á einni nóttu. Þetta hefur virkað hjá Chelsea með Frank Lampard.“



Astley skaust upp á stjörnuhimininn með laginu Never Gonna Give You Up árið 1987. Það komst í efsta sæti vinsældalista í 25 löndum.






Tengdar fréttir

Manchester United vann fyrsta útileikinn í 232 daga

Manchester United vann í gær 1-0 sigur á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni. Var það fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan liðið lagði Paris Saint-Germain eftirminnilega 3-1 í Meistaradeild Evrópu 232 dögum áður.

Paul Scholes vill fá Özil á Old Trafford

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, var ekki hrifinn af leik Manchester United gegn Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×