Kosið um sameiningu á morgun: „Það er annað hvort já eða nei“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2019 12:30 Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstöður muni liggja fyrir fyrir miðnætti á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira