Pulisic með þrennu í sjöunda sigri Chelsea í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2019 18:15 Hetja dagsins; Christian Pulisic. vísir/getty Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic skoraði þrennu þegar Chelsea vann Burnley, 2-4, á Turf Moor í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Þetta var sjöundi sigur Chelsea í röð í öllum keppnum. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig. Burnley er í 11. sætinu með tólf stig. Pulisic kom Chelsea yfir á 21. mínútu með góðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Burnley fékk góð færi eftir þetta sem ekki nýttust. Það kom í bakið á heimamönnum þegar gestirnir komust í 0-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Pulisic var þar að verki. Á 56. mínútu skoraði Pulisic sitt þriðja mark með skalla eftir aukaspyrnu Masons Mount. Pulisic gerði fullkomna þrennu; skoraði eitt mark með hægri fæti, eitt með vinstri og eitt með skalla. Pulisic er annar Bandaríkjamaðurinn sem skorar þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hinn er Clint Dempsey sem skoraði þrjú mörk fyrir Fulham gegn Newcastle United í janúar 2012.2 - Christian Pulisic is only the second American player to score a @premierleague hat-trick, after Clint Dempsey for Fulham against Newcastle in January 2012. Pie. #BURCHE — OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2019 Aðeins tveimur mínútum eftir þriðja mark Pulisic kom Willian Chelsea í 0-4. Burnley lagaði stöðuna með tveimur mörkum undir lok leiks. Jay Rodriguez skoraði glæsilegt mark á 86. mínútu og Dwight McNeil minnkaði muninn svo í 2-4 þremur mínútum síðar. Enski boltinn
Bandaríski landsliðsmaðurinn Christian Pulisic skoraði þrennu þegar Chelsea vann Burnley, 2-4, á Turf Moor í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Þetta var sjöundi sigur Chelsea í röð í öllum keppnum. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig. Burnley er í 11. sætinu með tólf stig. Pulisic kom Chelsea yfir á 21. mínútu með góðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Burnley fékk góð færi eftir þetta sem ekki nýttust. Það kom í bakið á heimamönnum þegar gestirnir komust í 0-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Pulisic var þar að verki. Á 56. mínútu skoraði Pulisic sitt þriðja mark með skalla eftir aukaspyrnu Masons Mount. Pulisic gerði fullkomna þrennu; skoraði eitt mark með hægri fæti, eitt með vinstri og eitt með skalla. Pulisic er annar Bandaríkjamaðurinn sem skorar þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hinn er Clint Dempsey sem skoraði þrjú mörk fyrir Fulham gegn Newcastle United í janúar 2012.2 - Christian Pulisic is only the second American player to score a @premierleague hat-trick, after Clint Dempsey for Fulham against Newcastle in January 2012. Pie. #BURCHE — OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2019 Aðeins tveimur mínútum eftir þriðja mark Pulisic kom Willian Chelsea í 0-4. Burnley lagaði stöðuna með tveimur mörkum undir lok leiks. Jay Rodriguez skoraði glæsilegt mark á 86. mínútu og Dwight McNeil minnkaði muninn svo í 2-4 þremur mínútum síðar.