Refsilaust tuð fær tvær mínútur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 25. október 2019 12:30 Dómararanefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð. Fréttablaðið/Ernir Þeir handboltadómarar sem Fréttablaðið náði í skottið á í gær eru vægast sagt furðu lostnir yfir dómi aganefndar HSÍ um Kristin Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Báðir komust hjá refsingu frá aganefndinni þrátt fyrir ummæli sín um dómara í leik ÍBV og Aftureldingar. „Ég er ekkert spenntur að fara til Vestmannaeyja og dæma eftir þetta,“ sagði einn og annar bætti við: „Dómarar eru ósáttir og það er, held ég, enginn sem bíður spenntur eftir að fara til Vestmannaeyja og dæma leik ÍBV og Fjölnis. Hvort menn segja einfaldlega nei við að fara og dæma í Vestmannaeyjum verður að koma í ljós.“ Dómarar í Olís-deild karla hafa ekkert hist formlega en eðlilega talað saman. Og það virðist vera þungt í þeim hljóðið, svo vægt sé til orða tekið. Ekki er mælst til að þeir séu að tjá sig um dóminn en svo virðist sem dómurinn hafi kveikt bál sem erfitt verði að slökkva. Þess má geta að aganefnd HSÍ er sjálfstætt starfandi og tengist HSÍ engum böndum – líkt og þekkist í fótboltanum. Dómaranefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð og hún fordæmd. Segja málið grafalvarlegt þar sem vegið hafi verið að hlutleysi og æru dómaranna. Þá sé starfsumhverfi dómara eitt stórt spurningarmerki eftir úrskurðinn og lýsti dómaranefndin áhyggjum af framtíð dómara í handbolta. Tuðmenning á hliðarlínunni Merkileg tuðmenning er í handboltanum á Íslandi þegar kemur að tuði við dómara leiksins. Þjálfarar og aðrir starfsmenn tuða við dómara út í eitt nánast allan leikinn og kenna dómurum um hvert atriði sem liðin klúðra sjálf. Starfsfriður er enginn og þjálfarar haga sér eins og verstu börn á meðan leikur stendur og eftir leik. Í BS-ritgerð í íþróttafræði í Háskóla Íslands, sem heitir Samskipti handknattleiksdómara, segir: „Stór hluti þjálfara sagðist hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telur að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.“ Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar, segir að það sé svo merkilegt að hann hafi skrifað pistil um þessa tuðmenningu í handboltanum fyrir um 10 árum sem eigi enn jafn mikinn rétt á sér í dag. „Þá var tuðið reyndar aðeins verra en það er enn þá nokkuð í land í þessum efnum. Sé horft yfir hafið, til Bandaríkjanna og í NFL-deildina, þá sést aldrei dómaratuð. Nánast aldrei. Þar er borin virðing fyrir dómurum eins og á að vera. Í Seinni bylgjunni hefur verið kallað eftir því að dómararar fái vinnufrið því heilt yfir hafa þeir staðið sig vel. Ef þessi menning breytist ekki þá hljóta menn að skoða að taka upp harðari refsingar í leit að starfsfriði fyrir dómarana.“ Það þarf ekki að leita sérstaklega lengi til að finna viðtöl við þjálfara þar sem þeir leggja dómurunum línurnar og segja þeim til syndanna.Ömurleg ummæli í garð dómara á Íslandi „Það þarf ekkert að skoða það neitt rosalega mikið að þessi dómur sem kemur Selfyssingum í hraðaupphlaup sem þeir fá víti úr er algjör þvæla.“ - Kristinn Guðmundsson Mér fannst dómararnir missa hausinn.“ - Sveinn Aron Sveinsson „Þeir ná upp baráttu og berja okkur í tætlur. Þeir gerðu það vel. Þeir komust upp með það, því dómararnir leyfðu þeim að berja okkur.“ - Heimir Óli Heimisson „Ég skil ekki hvernig „standard-inn“ getur verið svona slakur í efstu deild.“ - Halldór Jóhann Sigfússon „Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið.“ - Yfirlýsing KA „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild.“ - Kári Garðarsson Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Þeir handboltadómarar sem Fréttablaðið náði í skottið á í gær eru vægast sagt furðu lostnir yfir dómi aganefndar HSÍ um Kristin Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Báðir komust hjá refsingu frá aganefndinni þrátt fyrir ummæli sín um dómara í leik ÍBV og Aftureldingar. „Ég er ekkert spenntur að fara til Vestmannaeyja og dæma eftir þetta,“ sagði einn og annar bætti við: „Dómarar eru ósáttir og það er, held ég, enginn sem bíður spenntur eftir að fara til Vestmannaeyja og dæma leik ÍBV og Fjölnis. Hvort menn segja einfaldlega nei við að fara og dæma í Vestmannaeyjum verður að koma í ljós.“ Dómarar í Olís-deild karla hafa ekkert hist formlega en eðlilega talað saman. Og það virðist vera þungt í þeim hljóðið, svo vægt sé til orða tekið. Ekki er mælst til að þeir séu að tjá sig um dóminn en svo virðist sem dómurinn hafi kveikt bál sem erfitt verði að slökkva. Þess má geta að aganefnd HSÍ er sjálfstætt starfandi og tengist HSÍ engum böndum – líkt og þekkist í fótboltanum. Dómaranefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð og hún fordæmd. Segja málið grafalvarlegt þar sem vegið hafi verið að hlutleysi og æru dómaranna. Þá sé starfsumhverfi dómara eitt stórt spurningarmerki eftir úrskurðinn og lýsti dómaranefndin áhyggjum af framtíð dómara í handbolta. Tuðmenning á hliðarlínunni Merkileg tuðmenning er í handboltanum á Íslandi þegar kemur að tuði við dómara leiksins. Þjálfarar og aðrir starfsmenn tuða við dómara út í eitt nánast allan leikinn og kenna dómurum um hvert atriði sem liðin klúðra sjálf. Starfsfriður er enginn og þjálfarar haga sér eins og verstu börn á meðan leikur stendur og eftir leik. Í BS-ritgerð í íþróttafræði í Háskóla Íslands, sem heitir Samskipti handknattleiksdómara, segir: „Stór hluti þjálfara sagðist hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telur að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.“ Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar, segir að það sé svo merkilegt að hann hafi skrifað pistil um þessa tuðmenningu í handboltanum fyrir um 10 árum sem eigi enn jafn mikinn rétt á sér í dag. „Þá var tuðið reyndar aðeins verra en það er enn þá nokkuð í land í þessum efnum. Sé horft yfir hafið, til Bandaríkjanna og í NFL-deildina, þá sést aldrei dómaratuð. Nánast aldrei. Þar er borin virðing fyrir dómurum eins og á að vera. Í Seinni bylgjunni hefur verið kallað eftir því að dómararar fái vinnufrið því heilt yfir hafa þeir staðið sig vel. Ef þessi menning breytist ekki þá hljóta menn að skoða að taka upp harðari refsingar í leit að starfsfriði fyrir dómarana.“ Það þarf ekki að leita sérstaklega lengi til að finna viðtöl við þjálfara þar sem þeir leggja dómurunum línurnar og segja þeim til syndanna.Ömurleg ummæli í garð dómara á Íslandi „Það þarf ekkert að skoða það neitt rosalega mikið að þessi dómur sem kemur Selfyssingum í hraðaupphlaup sem þeir fá víti úr er algjör þvæla.“ - Kristinn Guðmundsson Mér fannst dómararnir missa hausinn.“ - Sveinn Aron Sveinsson „Þeir ná upp baráttu og berja okkur í tætlur. Þeir gerðu það vel. Þeir komust upp með það, því dómararnir leyfðu þeim að berja okkur.“ - Heimir Óli Heimisson „Ég skil ekki hvernig „standard-inn“ getur verið svona slakur í efstu deild.“ - Halldór Jóhann Sigfússon „Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið.“ - Yfirlýsing KA „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild.“ - Kári Garðarsson
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira