Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 13:58 Eins og sjá má þá gáfu rúður bíla sig í grjótfokinu sem var í Suðursveit í morgun. Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019 Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019
Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34