Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 14:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Sergei Chirikov Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45
Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42