Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 12:45 Kista með líkamsleifum Franco var flutt með þyrlu til einkagrafreits fjölskyldu hans í nágrenni Madridar. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn. Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn.
Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44