Þrestir á fylliríi eftir mjög gjöfult berjaár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Þrestir borgarinnar belgja sig sællegir út af berjum. Fréttablaðið/Andri Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira