Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 14:45 Oddný Anna Björnsdóttir og hampurinn sem þau hjón eru að rækta á jörð sinni í Berufirði. Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira