Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 11:32 Sundar Pichai, forstjóri Google, við hlið örgjörvans, sem er í stærri kantinum. Vísir/Google Tæknifyrirtækið Google segir starfsmenn fyrirtækisins hafi náð miklum áfanga í þróun skammtatölva. Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. Örgjörvinn sem um ræðir ber nafnið Sycamore.Stærstu tæknifyrirtæki heims vinna hörðum höndum að þróun skammtatölva og er talið að þær muni að endingu geta breytt heiminum verulega. Nánar tiltekið þá segir Google að örgjörvinn hafi náð „skammta-yfirráðum“ eða Quantum Supremacy. Það er hugtak sem þýðir að fyrirtækið hafi hannað skammtatölvu sem geti unnið verk sem hefðbundnar tölvur geti ekki unnið á líftíma þeirra. Í viðtali við MIT Technology Review ber Sundar Pichai, forstjóri Google, afrek fyrirtækisins við fyrsta flug Wright-bræðranna. Sú flugvél þeirra bræðra hafi einungis flogið í tólf sekúndur en þrátt fyrir það hafi þeir sannað að flug væri hægt.Sérfræðingar segja enn mörg ár í að hægt verði að nota skammtatölvur á markvissan hátt.Hér má sjá útskýringu Vísindavefsins um skammtatölvur.Grein Google var birt fyrir mistök fyrir mánuði síðan og voru niðurstöðurnar þá gagnrýndar af sérfræðingum og þá sérstaklega sérfræðingum IBM, sem vinna einnig að þróun skammtatölva og byggðu ofurtölvuna sem Google ber getu Sycamore við. IBM segir í bloggfærslu sem birt var á mánudaginn að Google hafi vanmetið getu ofurtölvunnar Summit verulega. Sú tölva gæti gert það sem Google segir á tveimur og hálfum sólarhring en ekki tíu þúsund árum.Excited about what quantum computing means for the future - it gives us another way to speak the language of the universe and better understand the world, not just in 1s and 0s but in all of its states: beautiful, complex, and with limitless possibility. https://t.co/P6YX4KguMX — Sundar Pichai (@sundarpichai) October 23, 2019 Google Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google segir starfsmenn fyrirtækisins hafi náð miklum áfanga í þróun skammtatölva. Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. Örgjörvinn sem um ræðir ber nafnið Sycamore.Stærstu tæknifyrirtæki heims vinna hörðum höndum að þróun skammtatölva og er talið að þær muni að endingu geta breytt heiminum verulega. Nánar tiltekið þá segir Google að örgjörvinn hafi náð „skammta-yfirráðum“ eða Quantum Supremacy. Það er hugtak sem þýðir að fyrirtækið hafi hannað skammtatölvu sem geti unnið verk sem hefðbundnar tölvur geti ekki unnið á líftíma þeirra. Í viðtali við MIT Technology Review ber Sundar Pichai, forstjóri Google, afrek fyrirtækisins við fyrsta flug Wright-bræðranna. Sú flugvél þeirra bræðra hafi einungis flogið í tólf sekúndur en þrátt fyrir það hafi þeir sannað að flug væri hægt.Sérfræðingar segja enn mörg ár í að hægt verði að nota skammtatölvur á markvissan hátt.Hér má sjá útskýringu Vísindavefsins um skammtatölvur.Grein Google var birt fyrir mistök fyrir mánuði síðan og voru niðurstöðurnar þá gagnrýndar af sérfræðingum og þá sérstaklega sérfræðingum IBM, sem vinna einnig að þróun skammtatölva og byggðu ofurtölvuna sem Google ber getu Sycamore við. IBM segir í bloggfærslu sem birt var á mánudaginn að Google hafi vanmetið getu ofurtölvunnar Summit verulega. Sú tölva gæti gert það sem Google segir á tveimur og hálfum sólarhring en ekki tíu þúsund árum.Excited about what quantum computing means for the future - it gives us another way to speak the language of the universe and better understand the world, not just in 1s and 0s but in all of its states: beautiful, complex, and with limitless possibility. https://t.co/P6YX4KguMX — Sundar Pichai (@sundarpichai) October 23, 2019
Google Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira