Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 82-51 | Meistararnir burstuðu Keflavík Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. október 2019 21:45 Úr leik kvöldsins. vísir/bára Valur vann Keflavík í Dominosdeild kvenna í Origo-höllinni í kvöld 82-51. Keflavík lét alveg taka sig út úr sínum aðgerðum og litu ekki út eins og þær ættu möguleika í Valsara. Leikurinn byrjaði illa fyrir Keflavík sem misstu á annarri mínútu leiksins Kamillu Sól Viktorsdóttur út af í meiðsli. Það sló hálfgerða þögn á áhorfendur og leikmenn meðan hún var borin út af velli og Keflavík voru seinar í gang eftir þennan skell. Þær gátu þó aðeins keyrt sig í gang og voru aðeins fjórum stigum frá Val eftir fyrsta leikhluta. Heimastúlkur fór að spila stífari vörn á hálfum velli í öðrum leikhlutanum og gerðu í því að vera tvær að dekka fyrstu sendinguna á vænginn hjá Keflavík. Þetta leiddi til margra tapaðra bolta hjá Keflavík sem að missti alveg sjálfstraustið á fyrstu sex mínútunum og skoruðu ekki stig gegn fimmtán stigum hjá Val á sama tíma. Gestirnir gátu loks skorað tvö stig á vítalínunni þegar brotið var á Danielu Morillo, erlendum leikmanni Keflavíkur, í skoti. Hún setti bæði vítaskotin sín sem voru jafnframt fyrstu tvö stig hennar í öllum leiknum fram að þessu. Ástandið batnaði ekki mikið hjá Keflavík og þær gátu aðeins skorað sjö stig í öðrum leikhlutanum gegn 25 hjá Val. Staðan því 46-24 í hálfleik! Keflavík átti sæmilegan þriðja leikhluta þar sem að Valur skoraði aðeins 16 stig gegn 14 stigum hjá Suðurnesjastelpunum. Hið sama var hins vegar upp á teningnum í fjórða leikhluta og það sem gerðist í öðrum leikhlutanum hjá gestunum. Þær gátu ekki skorað stig í rúmar 3 mínútur og þá skipti þjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson, varamönnum inn á. Það lagaði stöðuna lítið og í nokkrar mínútur í viðbót skoruðu Keflavíkurstúlkurnar ekki körfu. Leikurinn endaði með varamannaspili beggja megin og lokaniðurstaðan varð, eins og áður sagði, 82-51 fyrir Val.Barátta undir körfunni í kvöld þar sem Helena Sverrisdóttir virðist hafa betur.vísir/báraAf hverju vann Valur? Valur spilaði frábæra vörn á Keflavík og voru duglegar að refsa þeim fyrir mistökin sín. Þær mættu til leiks með góða áætlun um að takmarka erlendan leikmann Keflavíkur og tóku gestina algjörlega út úr flestum sínum aðgerðum. Þær rúlluðu áfram sóknarlega á meðan og sigldu heim sigri í mjög fljótum og hröðum leik.Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var frábær fyrir Val í kvöld, en hana vantaði aðeins eitt frákast upp á að bæta annarri þrefaldri tvennu í safnið sitt. Hún skoraði 23 stig, tók 9 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal fjórum boltum. Helena og Guðbjörg Sverrisdætur voru báðar ágætar og nýttu stærð og styrk sinn í leiknum. Helena var með níu stig og fimmtán fráköst en Guðbjörg með ellefu stig og níu fráköst. Hjá Keflavík var Daniela Morillo ágæt með 8 stig, 8 fráköst, 2 stoðsendingar og 8 stolna bolta.Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið töpuðu allt of mörgum boltum í kvöld, enda töpuðu Valsarar 27 boltum á meðan að Keflvíkingar töpuðu 26 boltum. 53 tapaðir boltar í leiknum!Hvað gekk illa? Þessi leikur var satt að segja algert þrot hjá Keflavík. Daniela hefði þurft að skora miklu meira og Keflavík mátti alls ekki við öllum þessum töpuðu boltum fyrst að þær voru að skora svona illa.Hvað gerist næst? Valur heimsækir næst Breiðablik í Smáranum á meðan að Keflavík fær Skallagrím í heimsókn til sín í Blue-höllina.Guðbjörg í leiknum í kvöld.vísir/báraGuðbjörg: Vorum að spila ákveðinn borðtenniskörfubolta „Ákveðnin skildi á milli, við spiluðum mjög flotta vörn en leikurinn varð mjög hraður mjög fljótt. Við vorum að spila ákveðin borðtenniskörfubolta á köflum en við komum betur út úr því en þær,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals en hraði leiksins sást kannski mest í því hvað liðin töpuðu bæði mörgum boltum. Heimastúlkurnar í Val töpuðu 27 boltum í leiknum og Keflavík töpuðu 26 boltum. Guðbjörg var ekki sátt með þessa tölfræði og hristi hausinn eilítið vandræðalega. „Alls ekki það sem við viljum eða leggjum upp með,“ sagði hún um öll mistökin hjá sínu liði og benti á að Darri, þjálfarinn hennar, hafi ekki verið sáttur. „Meðaltalið okkar er ca. 12 tapaðir í leik. Við ætluðum að reyna halda því en þetta fylgir því þegar við spilum svona hraðan bolta,“ sagði Guðbjörg. Regina Palusna, 196 cm miðherji Vals, var ekki með í leiknum í kvöld því hún var send heim í vikunni. Guðbjörgu fannst það vissulega hafa haft áhrif á leik liðsins síns. „Við erum náttúrulega miklu minni, boltinn gengur meira fyrir utan þriggja stiga línuna í stað þess að fara einu sinni inn í teig og aftur,“ sagði hún og virtist ekki kippa sér mikið upp við að missa slóvaska miðherjann. „Þetta gekk vel núna,“ sagði Guðbjörg að lokum, enda hafa Valsstúlkur núna unnið fyrstu fjóra leikina sína með rúmum 28 stigum að meðaltali og eina samkeppnin hingað til hefur verið KR í 3. umferð.Emilía átti ágætis leik í kvöld.vísir/báraEmilía Ósk: Auðvitað þurfum við meira frá Danielu Emilía Ósk var óhress eftir leikinn gegn Val, enda voru Keflvíkingar langt frá sínu besta í leiknum. „Mér fannst við ekki standa okkur eins vel og við ætluðum gera,“ sagði hún stutt í spuna en bætti þó við: „Við vorum búin að leggja upp fullt fyrir leikinn, en ekkert gekk upp, eiginlega alveg frá byrjun,“ sagði Emilía Ósk. Erlendur leikmaður Keflavíkur, Daniela Morillo, átti mjög dapran skotdag og virtist á köflum eins og hún hefði ekki getað hitt sjóinn þó hún stæði á bryggjunni. Emilía sá eins og flestir að það gengi ekki ef Keflavík ætti að sigra svona leik. „Þegar hún er að skora 20-30 stig þá erum við að vinna. Nú skorar hún 8 stig og við töpum. Frekar einfalt,“ sagði Emilía en vildi ekki kenna þeirri bandarísku um allar ófarir leiksins. Aðeins ein í Keflavíkurliðinu komst yfir 10 stiga múrinn í leiknum og sjálf skilaði Emilía aðeins sjö stigum á 20 mínútum. „Auðvitað á Daniela ekki að gera allt. Við eigum ekki að tapa með 30 stigum þó hún sé ekki að skora mikið. Mér sýnist samt að við þurfa meira frá henni,“ sagði Emilía. Daniela Morillo skoraði að meðaltali 29 stig í leik fyrir þennan leik og ljóst að ef Keflavík ætlar aðeins að spila á einum erlendum leikmanni þá verður sú að mæta til leiks í hverri einustu umferð Dominosdeildar kvenna.Jón Halldór fer yfir málin.vísir/báraJonni Eðvalds: Allir og amma þeirra halda að Valur verði Íslandsmeistari Jón Halldór Eðvaldsson, títt nefndur Jonni, var ekki mjög ósáttur eftir ömurlegan leik hjá Keflavík gegn Val í Origo-höllinni í kvöld. „Hellingur af ljósum punktum, erum að ná framförum, allt á réttri leið hjá okkur,“ sagði hann með kassann úti og virtist hvergi banginn. Keflavík átti afleitan leik en Jonni hrósaði sínum stelpum sem að stóðu sig. „Jújú, vorum ekki eins góðar í dag og ég vildi, vantaði kraft. Katla var þó góð í dag,“ sagði Jonni og ræddi líka um ungu stelpurnar sem höfðu ekki verið að fá tækifæri hjá honum en komu inn á í dag. „Erlendi leikmaðurinn minn er kannski eina lægðin í þessu,“ sagði hann og vísaði þar í hrikalega skotnýtingu og lágt stigaskor Danielu Morillo, bandarísks leikmanns Keflavíkur. Fljótlega eftir upphaf leiksins gerðist það leiðinlega atvik að Kamilla Sól Viktorsdóttir meiddist á fæti þegar hún rann á gólfinu. Kamilla er ung og með efnilegri leikmönnum Keflavíkur og byrjaði inn á í annað skiptið á tímabilinu. Það sló þögn áhorfendur og leikmenn þegar hún meiddist og það hafði örugglega einhver neikvæð áhrif á spil gestanna. „Hún meiddi sig mjög mikið og fólki bregður náttúrulega þegar svona gerist. Þetta eru allar vinkonur og hefur kannski haft einhver áhrif á þær,“ sagði Jonni og vonaði að þetta væru ekki alvarleg meiðsl. Hann var þó ekki bjartsýnn. „Ég er skíthræddur um að þetta sé mikið.“ Jonni lét ekki úrslitin slá sig allt of mikið út af laginu. „Æji, þetta er bara svona, þetta er körfubolti. Allir og amma þeirra halda að Valur verði Íslandsmeistari,“ sagði hann um yfirburði Vals og gekkst við því að hann hafi ekki haft mikla trú á því að þær næðu að sigra Íslandsmeistarana. „Átti ekki von á að vinna, ef ég á að vera alveg hreinn og beinn, en átti von á að við myndum standa okkur betur en við gerðum í kvöld,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt inn í klefa að gá að ástandi Kamillu og ræða við liðið sitt.Darri fer yfir málin með sínum stúlkum.vísir/báraDarri Freyr: Lögðum upp með að hægja á Danielu Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var sáttur með vörn sinna stelpna í leiknum gegn Keflavík, enda skoruðu gestirnir aðeins 51 stig í öllum leiknum gegn 82 hjá Val. Erlendur leikmaður Keflavíkur, Daniela Morillo, átti slakan skotleik og þurfti að hafa fyrir öllum sínum átta stigum í leiknum. „Við lögðum fyrst og fremst upp með að hægja á Danielu, vildum truflar uppsetningarnar þeirra. Hún vill fá boltann á hálfum velli og setja upp og við takmörkuðum það vel,“ sagði Darri, enda töpuðu Suðurnesjastelpurnar 26 boltum í leiknum og Valur skoraði 26 stig úr töpuðum boltum gestanna í leiknum. „Já, við stóðum okkur vel í flestum varnarafbrigðum í kvöld.“ Valur náði að keyra Keflavík upp í alls kyns vitleysu og mistök í leiknum, en voru líka að mikið af mistökum í leiknum. Valsstúlkur töpuðu 27 boltum í leiknum, einum fleiri en gestirnir. „Við hefðum getað stýrt leiknum betur, algjörlega. Þetta er fljótt að verða asnalegt og það gerist í svona fljótum leik,“ sagði Darri og bætti við að honum fyndist vera þörf á að liðið sitt væri passasamari með boltann. „Við þurfum að vera fagmannlegri,“ sagði hann. Ein meginástæða þess að leikurinn varð svona fljótur hafði mögulega eitthvað að gera með það að Regina Palusna var látin taka pokann sinn í vikunni. Darri Freyr sagði einmitt fyrir leik að hún hefði einfaldlega ekki staðið undir væntingum. Leikurinn hjá Valsstúlkum er þó augljóslega breyttur. „Hann er klárlega hraðari, erum bara með bakverði, í grunninn, sem býður upp á alls kyns tækifæri í næstu leikjum,“ sagði hann og spurning hvort að Valur nái að sækja fleiri sigra í slíkum hlaupaleikjum. Dominos-deild kvenna
Valur vann Keflavík í Dominosdeild kvenna í Origo-höllinni í kvöld 82-51. Keflavík lét alveg taka sig út úr sínum aðgerðum og litu ekki út eins og þær ættu möguleika í Valsara. Leikurinn byrjaði illa fyrir Keflavík sem misstu á annarri mínútu leiksins Kamillu Sól Viktorsdóttur út af í meiðsli. Það sló hálfgerða þögn á áhorfendur og leikmenn meðan hún var borin út af velli og Keflavík voru seinar í gang eftir þennan skell. Þær gátu þó aðeins keyrt sig í gang og voru aðeins fjórum stigum frá Val eftir fyrsta leikhluta. Heimastúlkur fór að spila stífari vörn á hálfum velli í öðrum leikhlutanum og gerðu í því að vera tvær að dekka fyrstu sendinguna á vænginn hjá Keflavík. Þetta leiddi til margra tapaðra bolta hjá Keflavík sem að missti alveg sjálfstraustið á fyrstu sex mínútunum og skoruðu ekki stig gegn fimmtán stigum hjá Val á sama tíma. Gestirnir gátu loks skorað tvö stig á vítalínunni þegar brotið var á Danielu Morillo, erlendum leikmanni Keflavíkur, í skoti. Hún setti bæði vítaskotin sín sem voru jafnframt fyrstu tvö stig hennar í öllum leiknum fram að þessu. Ástandið batnaði ekki mikið hjá Keflavík og þær gátu aðeins skorað sjö stig í öðrum leikhlutanum gegn 25 hjá Val. Staðan því 46-24 í hálfleik! Keflavík átti sæmilegan þriðja leikhluta þar sem að Valur skoraði aðeins 16 stig gegn 14 stigum hjá Suðurnesjastelpunum. Hið sama var hins vegar upp á teningnum í fjórða leikhluta og það sem gerðist í öðrum leikhlutanum hjá gestunum. Þær gátu ekki skorað stig í rúmar 3 mínútur og þá skipti þjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson, varamönnum inn á. Það lagaði stöðuna lítið og í nokkrar mínútur í viðbót skoruðu Keflavíkurstúlkurnar ekki körfu. Leikurinn endaði með varamannaspili beggja megin og lokaniðurstaðan varð, eins og áður sagði, 82-51 fyrir Val.Barátta undir körfunni í kvöld þar sem Helena Sverrisdóttir virðist hafa betur.vísir/báraAf hverju vann Valur? Valur spilaði frábæra vörn á Keflavík og voru duglegar að refsa þeim fyrir mistökin sín. Þær mættu til leiks með góða áætlun um að takmarka erlendan leikmann Keflavíkur og tóku gestina algjörlega út úr flestum sínum aðgerðum. Þær rúlluðu áfram sóknarlega á meðan og sigldu heim sigri í mjög fljótum og hröðum leik.Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var frábær fyrir Val í kvöld, en hana vantaði aðeins eitt frákast upp á að bæta annarri þrefaldri tvennu í safnið sitt. Hún skoraði 23 stig, tók 9 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal fjórum boltum. Helena og Guðbjörg Sverrisdætur voru báðar ágætar og nýttu stærð og styrk sinn í leiknum. Helena var með níu stig og fimmtán fráköst en Guðbjörg með ellefu stig og níu fráköst. Hjá Keflavík var Daniela Morillo ágæt með 8 stig, 8 fráköst, 2 stoðsendingar og 8 stolna bolta.Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið töpuðu allt of mörgum boltum í kvöld, enda töpuðu Valsarar 27 boltum á meðan að Keflvíkingar töpuðu 26 boltum. 53 tapaðir boltar í leiknum!Hvað gekk illa? Þessi leikur var satt að segja algert þrot hjá Keflavík. Daniela hefði þurft að skora miklu meira og Keflavík mátti alls ekki við öllum þessum töpuðu boltum fyrst að þær voru að skora svona illa.Hvað gerist næst? Valur heimsækir næst Breiðablik í Smáranum á meðan að Keflavík fær Skallagrím í heimsókn til sín í Blue-höllina.Guðbjörg í leiknum í kvöld.vísir/báraGuðbjörg: Vorum að spila ákveðinn borðtenniskörfubolta „Ákveðnin skildi á milli, við spiluðum mjög flotta vörn en leikurinn varð mjög hraður mjög fljótt. Við vorum að spila ákveðin borðtenniskörfubolta á köflum en við komum betur út úr því en þær,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals en hraði leiksins sást kannski mest í því hvað liðin töpuðu bæði mörgum boltum. Heimastúlkurnar í Val töpuðu 27 boltum í leiknum og Keflavík töpuðu 26 boltum. Guðbjörg var ekki sátt með þessa tölfræði og hristi hausinn eilítið vandræðalega. „Alls ekki það sem við viljum eða leggjum upp með,“ sagði hún um öll mistökin hjá sínu liði og benti á að Darri, þjálfarinn hennar, hafi ekki verið sáttur. „Meðaltalið okkar er ca. 12 tapaðir í leik. Við ætluðum að reyna halda því en þetta fylgir því þegar við spilum svona hraðan bolta,“ sagði Guðbjörg. Regina Palusna, 196 cm miðherji Vals, var ekki með í leiknum í kvöld því hún var send heim í vikunni. Guðbjörgu fannst það vissulega hafa haft áhrif á leik liðsins síns. „Við erum náttúrulega miklu minni, boltinn gengur meira fyrir utan þriggja stiga línuna í stað þess að fara einu sinni inn í teig og aftur,“ sagði hún og virtist ekki kippa sér mikið upp við að missa slóvaska miðherjann. „Þetta gekk vel núna,“ sagði Guðbjörg að lokum, enda hafa Valsstúlkur núna unnið fyrstu fjóra leikina sína með rúmum 28 stigum að meðaltali og eina samkeppnin hingað til hefur verið KR í 3. umferð.Emilía átti ágætis leik í kvöld.vísir/báraEmilía Ósk: Auðvitað þurfum við meira frá Danielu Emilía Ósk var óhress eftir leikinn gegn Val, enda voru Keflvíkingar langt frá sínu besta í leiknum. „Mér fannst við ekki standa okkur eins vel og við ætluðum gera,“ sagði hún stutt í spuna en bætti þó við: „Við vorum búin að leggja upp fullt fyrir leikinn, en ekkert gekk upp, eiginlega alveg frá byrjun,“ sagði Emilía Ósk. Erlendur leikmaður Keflavíkur, Daniela Morillo, átti mjög dapran skotdag og virtist á köflum eins og hún hefði ekki getað hitt sjóinn þó hún stæði á bryggjunni. Emilía sá eins og flestir að það gengi ekki ef Keflavík ætti að sigra svona leik. „Þegar hún er að skora 20-30 stig þá erum við að vinna. Nú skorar hún 8 stig og við töpum. Frekar einfalt,“ sagði Emilía en vildi ekki kenna þeirri bandarísku um allar ófarir leiksins. Aðeins ein í Keflavíkurliðinu komst yfir 10 stiga múrinn í leiknum og sjálf skilaði Emilía aðeins sjö stigum á 20 mínútum. „Auðvitað á Daniela ekki að gera allt. Við eigum ekki að tapa með 30 stigum þó hún sé ekki að skora mikið. Mér sýnist samt að við þurfa meira frá henni,“ sagði Emilía. Daniela Morillo skoraði að meðaltali 29 stig í leik fyrir þennan leik og ljóst að ef Keflavík ætlar aðeins að spila á einum erlendum leikmanni þá verður sú að mæta til leiks í hverri einustu umferð Dominosdeildar kvenna.Jón Halldór fer yfir málin.vísir/báraJonni Eðvalds: Allir og amma þeirra halda að Valur verði Íslandsmeistari Jón Halldór Eðvaldsson, títt nefndur Jonni, var ekki mjög ósáttur eftir ömurlegan leik hjá Keflavík gegn Val í Origo-höllinni í kvöld. „Hellingur af ljósum punktum, erum að ná framförum, allt á réttri leið hjá okkur,“ sagði hann með kassann úti og virtist hvergi banginn. Keflavík átti afleitan leik en Jonni hrósaði sínum stelpum sem að stóðu sig. „Jújú, vorum ekki eins góðar í dag og ég vildi, vantaði kraft. Katla var þó góð í dag,“ sagði Jonni og ræddi líka um ungu stelpurnar sem höfðu ekki verið að fá tækifæri hjá honum en komu inn á í dag. „Erlendi leikmaðurinn minn er kannski eina lægðin í þessu,“ sagði hann og vísaði þar í hrikalega skotnýtingu og lágt stigaskor Danielu Morillo, bandarísks leikmanns Keflavíkur. Fljótlega eftir upphaf leiksins gerðist það leiðinlega atvik að Kamilla Sól Viktorsdóttir meiddist á fæti þegar hún rann á gólfinu. Kamilla er ung og með efnilegri leikmönnum Keflavíkur og byrjaði inn á í annað skiptið á tímabilinu. Það sló þögn áhorfendur og leikmenn þegar hún meiddist og það hafði örugglega einhver neikvæð áhrif á spil gestanna. „Hún meiddi sig mjög mikið og fólki bregður náttúrulega þegar svona gerist. Þetta eru allar vinkonur og hefur kannski haft einhver áhrif á þær,“ sagði Jonni og vonaði að þetta væru ekki alvarleg meiðsl. Hann var þó ekki bjartsýnn. „Ég er skíthræddur um að þetta sé mikið.“ Jonni lét ekki úrslitin slá sig allt of mikið út af laginu. „Æji, þetta er bara svona, þetta er körfubolti. Allir og amma þeirra halda að Valur verði Íslandsmeistari,“ sagði hann um yfirburði Vals og gekkst við því að hann hafi ekki haft mikla trú á því að þær næðu að sigra Íslandsmeistarana. „Átti ekki von á að vinna, ef ég á að vera alveg hreinn og beinn, en átti von á að við myndum standa okkur betur en við gerðum í kvöld,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt inn í klefa að gá að ástandi Kamillu og ræða við liðið sitt.Darri fer yfir málin með sínum stúlkum.vísir/báraDarri Freyr: Lögðum upp með að hægja á Danielu Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var sáttur með vörn sinna stelpna í leiknum gegn Keflavík, enda skoruðu gestirnir aðeins 51 stig í öllum leiknum gegn 82 hjá Val. Erlendur leikmaður Keflavíkur, Daniela Morillo, átti slakan skotleik og þurfti að hafa fyrir öllum sínum átta stigum í leiknum. „Við lögðum fyrst og fremst upp með að hægja á Danielu, vildum truflar uppsetningarnar þeirra. Hún vill fá boltann á hálfum velli og setja upp og við takmörkuðum það vel,“ sagði Darri, enda töpuðu Suðurnesjastelpurnar 26 boltum í leiknum og Valur skoraði 26 stig úr töpuðum boltum gestanna í leiknum. „Já, við stóðum okkur vel í flestum varnarafbrigðum í kvöld.“ Valur náði að keyra Keflavík upp í alls kyns vitleysu og mistök í leiknum, en voru líka að mikið af mistökum í leiknum. Valsstúlkur töpuðu 27 boltum í leiknum, einum fleiri en gestirnir. „Við hefðum getað stýrt leiknum betur, algjörlega. Þetta er fljótt að verða asnalegt og það gerist í svona fljótum leik,“ sagði Darri og bætti við að honum fyndist vera þörf á að liðið sitt væri passasamari með boltann. „Við þurfum að vera fagmannlegri,“ sagði hann. Ein meginástæða þess að leikurinn varð svona fljótur hafði mögulega eitthvað að gera með það að Regina Palusna var látin taka pokann sinn í vikunni. Darri Freyr sagði einmitt fyrir leik að hún hefði einfaldlega ekki staðið undir væntingum. Leikurinn hjá Valsstúlkum er þó augljóslega breyttur. „Hann er klárlega hraðari, erum bara með bakverði, í grunninn, sem býður upp á alls kyns tækifæri í næstu leikjum,“ sagði hann og spurning hvort að Valur nái að sækja fleiri sigra í slíkum hlaupaleikjum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum