Hefja samstarf við lyfjarisann Pfizer Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Sidekick. . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira