Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2019 06:00 Íbúar á Egilsstöðum ganga til kosninga á laugardaginn. Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira