Opinská viðtöl Harry og Meghan „algjört stórslys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 23:18 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019 Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag. Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie. Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum. Fóðrar bara fjölmiðlavélina Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“. „Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“ Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu. „Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“ 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it''The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghan https://t.co/GWs5KfuovM pic.twitter.com/SmUl3ofSnd— ITV News (@itvnews) October 20, 2019
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. 21. október 2019 18:40
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp