„Nú eigum við að flýta okkur hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 23:30 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira