Heimsmeistari óánægður með að þurfa að sitja þjálfaranámskeið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2019 16:30 Jacobsen með heimsmeistarastyttuna. Danir unnu alla leiki sína á HM 2019. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti