VG vill ganga lengra en kolefnishlutleysi 2040 Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. október 2019 06:00 Frá landsfundinum um helgina. Fréttablaðið/Valli Landsfundi Vinstri grænna lauk í gær en á fundinum var Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður flokksins án mótframboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var sjálfkjörinn í sæti varaformanns. Þá var Ingibjörg Þórðardóttir kjörin nýr ritari flokksins og Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á lokadegi fundarins. Þannig segir meðal annars í ályktun um heilbrigðismál að greiðsluþátttaka sjúklinga eigi að afnema í grunnþjónustu og að mönnun kerfisins þurfi að vera fullnægjandi. Þá var samþykkt ályktun um loftslagsmál þar sem kallað er eftir því að gengið verði lengra en að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Einnig var samþykkt ályktun gegn vígvæðingu á norðurslóðum og hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þar er lýst eindreginni andstöðu gegn frekari uppbyggingu Bandaríkjahers. Andstaðan við aðild að NATO er ítrekuð og aðrir flokkar hvattir til að taka upp þá stefnu. Fundurinn lagði einnig til að frumvarp um 16 ára kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum yrði samþykkt og að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að sama aldursviðmið gildi við alþingiskosningar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín endurkjörin og Guðmundur Ingi nýr varaformaður Rafræna kosningakerfið sem nota átti á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs bilaði þegar kjósa átti um formann flokksins og gekk hægt ljúka atkvæðagreiðslu með því. 19. október 2019 16:33 Þakklátur og stefnir á þing Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hann segist gera fastlega ráð fyrir að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum. 19. október 2019 19:42 Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi "Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ 19. október 2019 10:14 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Landsfundi Vinstri grænna lauk í gær en á fundinum var Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður flokksins án mótframboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var sjálfkjörinn í sæti varaformanns. Þá var Ingibjörg Þórðardóttir kjörin nýr ritari flokksins og Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á lokadegi fundarins. Þannig segir meðal annars í ályktun um heilbrigðismál að greiðsluþátttaka sjúklinga eigi að afnema í grunnþjónustu og að mönnun kerfisins þurfi að vera fullnægjandi. Þá var samþykkt ályktun um loftslagsmál þar sem kallað er eftir því að gengið verði lengra en að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Einnig var samþykkt ályktun gegn vígvæðingu á norðurslóðum og hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þar er lýst eindreginni andstöðu gegn frekari uppbyggingu Bandaríkjahers. Andstaðan við aðild að NATO er ítrekuð og aðrir flokkar hvattir til að taka upp þá stefnu. Fundurinn lagði einnig til að frumvarp um 16 ára kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum yrði samþykkt og að gerðar yrðu breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að sama aldursviðmið gildi við alþingiskosningar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín endurkjörin og Guðmundur Ingi nýr varaformaður Rafræna kosningakerfið sem nota átti á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs bilaði þegar kjósa átti um formann flokksins og gekk hægt ljúka atkvæðagreiðslu með því. 19. október 2019 16:33 Þakklátur og stefnir á þing Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hann segist gera fastlega ráð fyrir að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum. 19. október 2019 19:42 Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi "Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ 19. október 2019 10:14 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Katrín endurkjörin og Guðmundur Ingi nýr varaformaður Rafræna kosningakerfið sem nota átti á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs bilaði þegar kjósa átti um formann flokksins og gekk hægt ljúka atkvæðagreiðslu með því. 19. október 2019 16:33
Þakklátur og stefnir á þing Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hann segist gera fastlega ráð fyrir að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum. 19. október 2019 19:42
Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi "Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ 19. október 2019 10:14