Sjálfbærni rædd á Nýsköpunarþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. október 2019 06:00 Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari þingsins. Hún er vinsæl og hefur fyrirlestur hennar á TED fengið yfir milljón áhorf. Fréttablaðið/EPA Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira