Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 21:41 Icelandair segist sjá fram á betri horfur á fjórða ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10
Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30