Um meintan flótta úr miðbænum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 31. október 2019 17:38 Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar