Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis skrifar 31. október 2019 13:00 Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Krafðist hann fjárbóta vegna missis starfsins og miskabóta vegna þess álitshnekkis sem hann varð fyrir og að vegið hafi verið að æru hans og persónu. Manninum voru dæmdar 1,5 millj. kr. í miskabætur vegna þess ófjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur mönnum miskabætur í máli þar sem ráðherra tók aðra umsækjendur fram yfir þessa tvo menn til að gegna störfum dómara við Landsrétt. Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru. Mönnunum voru dæmdar 700 þús. kr. í miskabætur vegna ófjárhagslegs tjóns þeirra. Kona kærir tvo menn fyrir nauðgun og krefst miskabóta. Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns. Maður er dæmdur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á 3 ára tímabili frá því að drengurinn var 9 ára gamall. Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1,7 millj. kr. vegna hans ófjárhagslega tjóns. Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Maður fær hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem er nauðgað hrottalega. Barn fær aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. Þá hlýtur stóra spurningin að vera þessi: Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega? Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!Höfundar eru réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaðurÓlöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaðurInga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaðurSigurður Freyr Sigurðsson lögmaðurValgerður Valdimarsdóttir lögmaðurMargrét Gunnlaugsdóttir lögmaðurGunnhildur Pétursdóttir lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Krafðist hann fjárbóta vegna missis starfsins og miskabóta vegna þess álitshnekkis sem hann varð fyrir og að vegið hafi verið að æru hans og persónu. Manninum voru dæmdar 1,5 millj. kr. í miskabætur vegna þess ófjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur mönnum miskabætur í máli þar sem ráðherra tók aðra umsækjendur fram yfir þessa tvo menn til að gegna störfum dómara við Landsrétt. Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru. Mönnunum voru dæmdar 700 þús. kr. í miskabætur vegna ófjárhagslegs tjóns þeirra. Kona kærir tvo menn fyrir nauðgun og krefst miskabóta. Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns. Maður er dæmdur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á 3 ára tímabili frá því að drengurinn var 9 ára gamall. Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1,7 millj. kr. vegna hans ófjárhagslega tjóns. Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Maður fær hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem er nauðgað hrottalega. Barn fær aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. Þá hlýtur stóra spurningin að vera þessi: Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega? Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!Höfundar eru réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaðurÓlöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaðurInga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaðurSigurður Freyr Sigurðsson lögmaðurValgerður Valdimarsdóttir lögmaðurMargrét Gunnlaugsdóttir lögmaðurGunnhildur Pétursdóttir lögmaður
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun