Heppni Man. City liðsins í bikardráttum er engu öðru lík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 11:30 Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnir síðustu ára. Getty/ Michael Regan Manchester City datt enn á ný í lukkupottinn þegar dregið var í átta liða úrslit enska deildabikarsins í morgun. Manchester City þarf reyndar að fara á útivöll en mótherjinn er Oxford United sem er eins og er í fimmta sæti í ensku C-deildinni. Manchester City vann Southampton í sextán liða úrslitum keppninnar eða sama lið og tapaði síðasta deildarleik sínum 9-0 á heimavelli á móti Leicester City. Þetta var langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Manchester City hefur heppnina með sér þegar dregið er í bikarkeppni. Það er ótrúlegt að skoða andstæðinga Manchester City í bikarkeppnunum frá og með síðasta tímabili þegar liðið varð bæði enskur bikarmeistari og enskur deildabikarmeistari. Það skiptir eiginlega engu máli hvort við skoðum Meistaradeildina, enska bikarinn eða enska deildabikarinn. Í öllum keppnum hefur City-liðið sloppið við stórlið og margoft mætt liðum úr neðri deildum heima fyrir. Fólkið á GiveMeSport tók þetta saman eins og sjá má hér fyrir neðan.Man City cup draws since 2018/19: CL: Lyon, Hoffenheim, Shakhtar X2, Schalke, Tottenham, Dinamo Zagreb, Atalanta. FA Cup: Rotherham, Burnley, Newport, Swansea, Brighton, Watford. League Cup: Oxford X2, Fulham, Leicester, Burton Albion, Chelsea, PNE, Southampton.#MCFCpic.twitter.com/ZlI6SWl8n5 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019 Það er einnig áhugavert að skoða í hvaða deildum liðin voru sem hafa dregist á móti Manchester City í ensku bikarkeppnunum undanfarnar tvær leiktíðir.Mótherjar Manchester City í enska bikarnum 2018-19: Rotherham United (B-deild) Burnley (A-deild) Newport County (D-deild) Swansea City (B-deild) Brighton & Hove Albion (A-deild) - mætti síðan Watford í úrslitaleikMótherjar Manchester City í enska deildabikarnum 2018-19: Oxford United (C-deild) Fulham (fallið í A-deild) Leicester City (A-deild) Burton Albion (C-deild) - mætti síðan Chelsea í úrslitaleikMótherjar Manchester City í enska deildabikarnum 2019-20: Preston North End (B-deild) Southampton (A-deild) Oxford United (C-deild) Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Sjá meira
Manchester City datt enn á ný í lukkupottinn þegar dregið var í átta liða úrslit enska deildabikarsins í morgun. Manchester City þarf reyndar að fara á útivöll en mótherjinn er Oxford United sem er eins og er í fimmta sæti í ensku C-deildinni. Manchester City vann Southampton í sextán liða úrslitum keppninnar eða sama lið og tapaði síðasta deildarleik sínum 9-0 á heimavelli á móti Leicester City. Þetta var langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Manchester City hefur heppnina með sér þegar dregið er í bikarkeppni. Það er ótrúlegt að skoða andstæðinga Manchester City í bikarkeppnunum frá og með síðasta tímabili þegar liðið varð bæði enskur bikarmeistari og enskur deildabikarmeistari. Það skiptir eiginlega engu máli hvort við skoðum Meistaradeildina, enska bikarinn eða enska deildabikarinn. Í öllum keppnum hefur City-liðið sloppið við stórlið og margoft mætt liðum úr neðri deildum heima fyrir. Fólkið á GiveMeSport tók þetta saman eins og sjá má hér fyrir neðan.Man City cup draws since 2018/19: CL: Lyon, Hoffenheim, Shakhtar X2, Schalke, Tottenham, Dinamo Zagreb, Atalanta. FA Cup: Rotherham, Burnley, Newport, Swansea, Brighton, Watford. League Cup: Oxford X2, Fulham, Leicester, Burton Albion, Chelsea, PNE, Southampton.#MCFCpic.twitter.com/ZlI6SWl8n5 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019 Það er einnig áhugavert að skoða í hvaða deildum liðin voru sem hafa dregist á móti Manchester City í ensku bikarkeppnunum undanfarnar tvær leiktíðir.Mótherjar Manchester City í enska bikarnum 2018-19: Rotherham United (B-deild) Burnley (A-deild) Newport County (D-deild) Swansea City (B-deild) Brighton & Hove Albion (A-deild) - mætti síðan Watford í úrslitaleikMótherjar Manchester City í enska deildabikarnum 2018-19: Oxford United (C-deild) Fulham (fallið í A-deild) Leicester City (A-deild) Burton Albion (C-deild) - mætti síðan Chelsea í úrslitaleikMótherjar Manchester City í enska deildabikarnum 2019-20: Preston North End (B-deild) Southampton (A-deild) Oxford United (C-deild)
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Sjá meira