Segir kæru Jarðarvina ekki vera í anda vísindanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2019 14:14 Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, segir furðulegt að Jarðarvinir þrýsti á Náttúrustofu Austurlands til að birta ótímabærar niðurstöður sem ekki sé hægt að styðja með marktækri rannsókn. Slík rannsókn yrði að taka til nokkurra ára. FBL/Vilhelm Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, segir furðulegt að Jarðarvinir þrýsti á Náttúrustofu Austurlands til að birta ótímabærar niðurstöður sem ekki sé hægt að styðja með marktækri rannsókn. Slík rannsókn yrði að taka til nokkurra ára. Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofnun Austurlands til lögreglu fyrir að vanrækja að rannsaka afdrif og afföll hreindýrskálfa. Þau telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess að þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. Krafa samtakanna er sú að veiðunum verði hætt eða að veiðitímabilinu yrði seinkað þannig að öruggt sé að hreindýrskálfarnir geti bjargað sér þótt kýrnar séu skotnar frá þeim. Sjá nánar: Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Eftir athugasemdir Jarðarvina ákvað umhverfisráðherra að kalla eftir skýrslu frá Náttúrustofnun Austurlands um afdrif kálfanna. Jón Hávarður segir þrýstinginn sem skapist með kærunni ekki vera í anda vísinda. „Þessi kæra er svo sem ekkert nýr flötur á málinu. Þetta er búið að hanga yfir núna síðan í vor. Það var búið að hóta því að kæra ef Náttúrustofan skilaði ekki skýrslu fyrir einhvern ákveðinn tíma sem kærandinn setti og sú skýrsla átti að innihalda rannsókn. Rannsókn eins og þessi, er náttúrulega ekki gerð á einu ári.Marktæk rannsókn tæki nokkur ár Þetta þarf að vera nokkurra ára verkefni þannig að eðlilega var skýrslan ekki tilbúin. Ég skil ekki, þess vegna, þennan æðibunugang ef maðurinn vill á annað borð fá marktæka niðurstöðu af hverju hann er að þrýsta á þessa vísindastofnun að birta eitthvað sem þeir geta ekki stutt með rannsókn,“ segir Jón Hávarður.Það þurfi þá nokkur ár til að ná fram marktækar niðurstöður?„Já, eðli málsins samkvæmt. Ef menn ætla sér á annað borð að byggja á vísindalegum niðurstöðum þá þarf rannsókn og það þarf íslenska rannsókn,“ segir Jón Hávarður sem sótti fund norska sérfræðingsins Morten Tryland í síðustu viku. Tryland greindi frá niðurstöðum rannsókna sinna um heilbrigði hreindýra þar sem fram kom að: „Stærstur hluti þeirra kálfa sem féllu að vetri í Skandinavíu þeir féllu fyrir rándýrum. Hér á Íslandi höfum við engin rándýr sem eru náttúrulegir óvinir hreindýra. Þetta er eitthvað sem maður hefði viljað sjá, ef farið verði eitthvað lengra með þetta mál að þá verði það byggt á rannsókn.“Veiðitímabil hreinkúa í ár var frá 1. ágúst til 20. september en veiðitímabil tarfa frá 15. júlí til 15. september. Hvernig lýst þér og veiðimönnum a hugmyndir um að seinka upphafi veiða og lengja þannig griðartíma eftir burð?„Í rauninni höfum við ekkert í höndunum um það að það breyti einhverju fyrir kálfana af því að sú rannsókn er ekki til. Við höfum aftur á móti bent á að það þyrfti að hugsa út í það að eftir því sem hreindýrastofninn verður stærri og kvótinn stærri þeim mun meira veiðiálag verður á fjörðunum sem þeir eru að veiða úr og það er líka dýravelferðarmál. Við höfum bent á það að menn séu ekki búnir að kvitta fyrir alla dýravelferð með því að seinka hreindýraveiðum því að það þýðir þá bara að það þarf að veiða þau hreindýr seinna á veiðitímanum og veiðitíminn hefur ekki verið nema til 20. september. Honum er sett mörk í seinni endanum því dýrinn þurfi frið til þess að fita sig fyrir veturinn og fyrir fengitíðina þannig að við höfum ekkert nema þennan afmarkaða tíma til að veiða útgefinn veiðikvóta.“Hreindýr að hlaupa í snjó á Austurlandi.FBL/vilhelmHætta á að dýrin svelti sé stofninum ekki haldið í skefjumEn hvers vegna teljið þið mikilvægt að halda stofninum í skefjum?„Að stærstum hluta vegna þess að þetta eru aðflutt dýr og þeim fjölgar á milli 25 og 30% á ári og það eru engir náttúrulegir óvinir hérna þannig að ef ekkert yrði veitt þá myndi þeim fjölga mjög fljótt og þá myndi væntanlega rísa upp krafa í samfélaginu um að þeim yrði fækkað. Það hefur verið útgangspunktur hjá stjórnvöldum sem hafa haldið utan um þessi mál að það sé engum til gagns, og ekki þeim sjálfum heldur að þeim fjölgi allt of mikið.“Er það vegna þess að þau ættu þá á hættu að svelta?„Já, það eru mörg dæmi um það frá fyrri árum að þau hafa soltið í hörðum vetrum og bara horfallið,“ segir Jón Hávarður. „Það er mjög jákvætt að menn hugsi vel um dýr og ég vil náttúrulega bara taka það fram því ég er nú í forsvari fyrir þessi samtök leiðsögumanna að við erum fulltrúar Umhverfisstofnunar úti á veiðislóð og við eigum að sinna dýravelferð og sjá um að henni sé sinnt þar og þess vegna höfum við látið okkur málið varða. Þó að við viljum kálfunum allt hið besta þá hefur okkur fundist þessi umræða verið byggð dálítið mikið á tilfinningasemi og það virðist ekki endilega verið krafa um það að það sé mikið lagt í rannsóknir og forvinnu eins og þessi kæra bendir til og ég hefði bara viljað að þessi aðili, sem hefur beitt sér sem mest, leyfi Náttúrustofu Austurlands að klára sínar rannsóknir og síðan yrði bara birt niðurstaða hennar,“ segir Jón Hávarður Jónsson. Dýr Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur. 29. október 2019 07:00 Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Dýra-og náttúruverndarsamtök telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. 29. október 2019 19:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, segir furðulegt að Jarðarvinir þrýsti á Náttúrustofu Austurlands til að birta ótímabærar niðurstöður sem ekki sé hægt að styðja með marktækri rannsókn. Slík rannsókn yrði að taka til nokkurra ára. Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofnun Austurlands til lögreglu fyrir að vanrækja að rannsaka afdrif og afföll hreindýrskálfa. Þau telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess að þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. Krafa samtakanna er sú að veiðunum verði hætt eða að veiðitímabilinu yrði seinkað þannig að öruggt sé að hreindýrskálfarnir geti bjargað sér þótt kýrnar séu skotnar frá þeim. Sjá nánar: Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Eftir athugasemdir Jarðarvina ákvað umhverfisráðherra að kalla eftir skýrslu frá Náttúrustofnun Austurlands um afdrif kálfanna. Jón Hávarður segir þrýstinginn sem skapist með kærunni ekki vera í anda vísinda. „Þessi kæra er svo sem ekkert nýr flötur á málinu. Þetta er búið að hanga yfir núna síðan í vor. Það var búið að hóta því að kæra ef Náttúrustofan skilaði ekki skýrslu fyrir einhvern ákveðinn tíma sem kærandinn setti og sú skýrsla átti að innihalda rannsókn. Rannsókn eins og þessi, er náttúrulega ekki gerð á einu ári.Marktæk rannsókn tæki nokkur ár Þetta þarf að vera nokkurra ára verkefni þannig að eðlilega var skýrslan ekki tilbúin. Ég skil ekki, þess vegna, þennan æðibunugang ef maðurinn vill á annað borð fá marktæka niðurstöðu af hverju hann er að þrýsta á þessa vísindastofnun að birta eitthvað sem þeir geta ekki stutt með rannsókn,“ segir Jón Hávarður.Það þurfi þá nokkur ár til að ná fram marktækar niðurstöður?„Já, eðli málsins samkvæmt. Ef menn ætla sér á annað borð að byggja á vísindalegum niðurstöðum þá þarf rannsókn og það þarf íslenska rannsókn,“ segir Jón Hávarður sem sótti fund norska sérfræðingsins Morten Tryland í síðustu viku. Tryland greindi frá niðurstöðum rannsókna sinna um heilbrigði hreindýra þar sem fram kom að: „Stærstur hluti þeirra kálfa sem féllu að vetri í Skandinavíu þeir féllu fyrir rándýrum. Hér á Íslandi höfum við engin rándýr sem eru náttúrulegir óvinir hreindýra. Þetta er eitthvað sem maður hefði viljað sjá, ef farið verði eitthvað lengra með þetta mál að þá verði það byggt á rannsókn.“Veiðitímabil hreinkúa í ár var frá 1. ágúst til 20. september en veiðitímabil tarfa frá 15. júlí til 15. september. Hvernig lýst þér og veiðimönnum a hugmyndir um að seinka upphafi veiða og lengja þannig griðartíma eftir burð?„Í rauninni höfum við ekkert í höndunum um það að það breyti einhverju fyrir kálfana af því að sú rannsókn er ekki til. Við höfum aftur á móti bent á að það þyrfti að hugsa út í það að eftir því sem hreindýrastofninn verður stærri og kvótinn stærri þeim mun meira veiðiálag verður á fjörðunum sem þeir eru að veiða úr og það er líka dýravelferðarmál. Við höfum bent á það að menn séu ekki búnir að kvitta fyrir alla dýravelferð með því að seinka hreindýraveiðum því að það þýðir þá bara að það þarf að veiða þau hreindýr seinna á veiðitímanum og veiðitíminn hefur ekki verið nema til 20. september. Honum er sett mörk í seinni endanum því dýrinn þurfi frið til þess að fita sig fyrir veturinn og fyrir fengitíðina þannig að við höfum ekkert nema þennan afmarkaða tíma til að veiða útgefinn veiðikvóta.“Hreindýr að hlaupa í snjó á Austurlandi.FBL/vilhelmHætta á að dýrin svelti sé stofninum ekki haldið í skefjumEn hvers vegna teljið þið mikilvægt að halda stofninum í skefjum?„Að stærstum hluta vegna þess að þetta eru aðflutt dýr og þeim fjölgar á milli 25 og 30% á ári og það eru engir náttúrulegir óvinir hérna þannig að ef ekkert yrði veitt þá myndi þeim fjölga mjög fljótt og þá myndi væntanlega rísa upp krafa í samfélaginu um að þeim yrði fækkað. Það hefur verið útgangspunktur hjá stjórnvöldum sem hafa haldið utan um þessi mál að það sé engum til gagns, og ekki þeim sjálfum heldur að þeim fjölgi allt of mikið.“Er það vegna þess að þau ættu þá á hættu að svelta?„Já, það eru mörg dæmi um það frá fyrri árum að þau hafa soltið í hörðum vetrum og bara horfallið,“ segir Jón Hávarður. „Það er mjög jákvætt að menn hugsi vel um dýr og ég vil náttúrulega bara taka það fram því ég er nú í forsvari fyrir þessi samtök leiðsögumanna að við erum fulltrúar Umhverfisstofnunar úti á veiðislóð og við eigum að sinna dýravelferð og sjá um að henni sé sinnt þar og þess vegna höfum við látið okkur málið varða. Þó að við viljum kálfunum allt hið besta þá hefur okkur fundist þessi umræða verið byggð dálítið mikið á tilfinningasemi og það virðist ekki endilega verið krafa um það að það sé mikið lagt í rannsóknir og forvinnu eins og þessi kæra bendir til og ég hefði bara viljað að þessi aðili, sem hefur beitt sér sem mest, leyfi Náttúrustofu Austurlands að klára sínar rannsóknir og síðan yrði bara birt niðurstaða hennar,“ segir Jón Hávarður Jónsson.
Dýr Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur. 29. október 2019 07:00 Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Dýra-og náttúruverndarsamtök telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. 29. október 2019 19:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur. 29. október 2019 07:00
Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Dýra-og náttúruverndarsamtök telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. 29. október 2019 19:30