Enski boltinn

Carragher skýtur á Neville: "Hver sem er hefði getað unnið titla undir stjórn Ferguson“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferguson ásamt '92 kynslóðinni svokölluðu.
Ferguson ásamt '92 kynslóðinni svokölluðu. vísir/getty
Jamie Carragher, Liverpool-hetja og sparkspekingur á Sky Sports, skaut á kollega sinn, Gary Neville, í hlaðvarpinu Sky Sports' Off Script og sagði að hver sem er hefði getað unnið titla undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.

Neville vann fjölda titla sem leikmaður Manchester United. Hann varð m.a. átta sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari.

„Ég kunni ekki vel við hann en leit á hann sem sigurvegara. Hann var góður leikmaður en mjög heppinn að spila undir stjórn Sir Alex Ferguson,“ sagði Carragher um Neville.

„Það sem allt United-fólk gleymir er að þessir leikmenn unnu aldrei neitt án Fergusons. Gary vann ekkert með enska landsliðinu eða Valencia.“

Carragher er ekki í vafa um hver átti stærstan þátt í velgengni United.

„Manchester United gaf verulega eftir þegar Ferguson hætti. Hversu heppnir voru þessir leikmenn að hafa hann?“ sagði Carragher.

„Þegar við tölum um hvað þeir unnu og hvað þeir gerðu, hver sem er hefði getað afrekað það.“

Carragher og Neville hafa unnið saman á Sky Sports undanfarin ár og er vel til vina. Þeir eru þó ófeimnir að bauna hvor á annan. Neville vildi þó ekki svara skotum Carraghers að þessu sinni.

„Hver er sem er?! Haha! Ég get huggað við mig að á 20 dásamlegum árum sem leikmaður þurfti ég ekki að svara svona bulli,“ sagði Neville.


Tengdar fréttir

Liverpool búið með mun erfiðari leiki en Manchester City

Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Í beinni í dag: Stórleikir á Englandi

Það verða stórleikir á dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski handboltinn mætir aftur, enski deildarbikarinn, Domino's deild kvenna og ítalski og spænski boltinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×