Skoraði fyrsta markið sitt á móti Íslandi og er nú orðaður við Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 13:00 Denis Zakaria í leiknum á móti Íslandi. Getty/ TF-Images Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Sjá meira