Enski boltinn

Sendir til Englands til að skoða Salah, Son og Eriksen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah er að glíma við smá meiðsli og er því mikið á rúllunni á æfingum.
Mohamed Salah er að glíma við smá meiðsli og er því mikið á rúllunni á æfingum. Getty/Nick Taylor
Mohamed Salah hjá Liverpool var einn þeirra leikmanna sem njósnarar ítalska félagsins Juventus voru að skoða sérstaklega í Englandsferð sinni um helgina.

Ítalska félagið er að horfa til framtíðar og hún gæti innhaldið Egypta, Dana og Suður-Kóreumann ef marka má fréttir frá Ítalíu.

Hinir tveir leikmennirnir eru þeir Son Heung-min og Christian Eriksen hjá Tottenham en þetta kemur fram hjá ítalska blaðinu Tuttosport.





Juventus sendi sína bestu njósnara til Englands til að fylgjast með leik Liverpool og Tottenham á Anfield þar sem allir þessir þrír voru að spila.

Liverpool vann leikinn 2-1 þar sem Mohamed Sala skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Son Heung-min átti mikinn þátt í marki Tottenham.

Framtíð Christian Eriksen er í mestri óvissu af þessum þremur enda að renna út á samningi í sumar. Það stefnir allt í það að Daninn farin á frjálsri sölu selji Tottenham hann ekki í janúarglugganum.

Það eru sífelldar vangaveltur um áhuga stórliðanna sunnar í álfunni á Mohamed Salah sem hefur fengið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni bæði tímabil sín með félaginu.





Það er ekkert skrýtið að lið hafi áhuga á Mohamed Salah en þeim mun ólíklegra að Liverpool sem tilbúið að selja hann. Það sást vel á fjarveru hans á móti Manchester United hvað liðið þarf mikið á honum að halda.

Son Heung-min hefur staðið sig mjög vel með Tottenham liðinu og myndi einnig færa Juventus mikla auka athygli í Asíu.

Það vekur líka athygli að allir þessir þrír leikmenn eru fæddir árið 1992 og verða því 28 ára gamlir á næsta ári. Þeir ættu því að eiga sína bestu tímabil eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×