Fyrsti leikur tímabilsins þar sem Gylfi fær ekki eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Michael Regan Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu. Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu.
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira