Opið bréf til dóms- og kirkjumálaráðherra: Er kirkjan hlaðin mistökum? Ómar Torfason skrifar 10. nóvember 2019 08:00 Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun