Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2019 22:35 Ingi messar yfir sínum mönnum. vísir/bára Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15