Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2019 22:35 Ingi messar yfir sínum mönnum. vísir/bára Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15