Enski boltinn

Stoke komið með nýjan stjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael O'Neill er þjóðhetja á Norður-Írlandi.
Michael O'Neill er þjóðhetja á Norður-Írlandi. vísir/getty
Michael O'Neill hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Stoke City. Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Stoke í dag.



O'Neill hefur stýrt norður-írska landsliðinu undanfarin átta ár. Hann verður með liðið í tveimur síðustu leikjum þess í undankeppni EM 2020 og í umspilinu í mars, ef Norður-Írland kemst þangað.

O'Neill kom Norður-Írum á EM 2016, fyrsta stórmót þeirra í 30 ár. Hann var einnig nálægt því að koma Norður-Írlandi á HM 2018.

Hinn fimmtugi O'Neill tekur við Stoke af Nathan Jones sem var rekinn í síðustu viku.

Stoke er á botni ensku B-deildarinnar með aðeins átta stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur Stoke er gegn Barnsley á útivelli á morgun. O'Neill ferðast með liðinu til Barnsley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×