Fótbolti

Fyrir­liðinn á­reitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landslið Miðbaugs-Gíneu gat ekki nýtt krafta fyrirliðans eða framherjans í lokaleiknum.
Landslið Miðbaugs-Gíneu gat ekki nýtt krafta fyrirliðans eða framherjans í lokaleiknum. Torbjorn Tande/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images

Miðbaugs-Gínea kvaddi Afríkumótið í fótbolta með 3-1 tapi gegn Alsír, án fyrirliðans Carlos Akapo og framherjans Josete Miranda. Þeir voru báðir dæmdir í bann skömmu fyrir leik eftir að hafa áreitt dómara.

Alsíringar komust áfram í sextán liða úrslit með sigrinum, líkt og Búrkína Fasó sem sigraði Súdan 2-0 og endaði í öðru sæti riðilsins.

Athygli vakti að hvorki fyrirliði né framherji Miðbaugs-Gíneu spilaði leikinn gegn Alsír en þeir voru fyrr í dag dæmdir í bann fyrir ummæli sem þeir létu falla eftir tap gegn Súdan á sunnudag, sem gerði endanlega út af við vonir Gíneumanna um að komast áfram.

Þeir hlutu báðir fjögurra leikja bann fyrir „áreiti og ítrekuð móðgandi ummæli“ gagnvart bæði aðaldómaranum og aðstoðarmönnum hans.

Knattspyrnusamband Miðbaugs-Gíneu var líka sektað um tíu þúsund dollara fyrir framkomu þjálfarateymisins í garð dómara eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×