Stuðningsmenn liðs Balotelli lýsa yfir stuðningi við rasistana í Verona Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2019 15:45 Balotelli er hér heitur eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði í leiknum. vísir/getty Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00
Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00
Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38
Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00