Körfubolti

Sportpakkinn: Haukarnir áfram með hundrað prósent árangur í Dominos í Ólafssal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson er að spila vel.
Kári Jónsson er að spila vel. Vísir/Daníel
Haukarnir er á sínu fyrsta tímabili í Ólafssalnum á Ásvöllum og það er ljóst að Haukaliðið kann vel við sig í salnum sem var skríður eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, fyrrverandi formanni KKÍ og forseta FIBA Europe. Haukaliðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína í salnum.

ÍR náði ekki að fylgja eftir sigri á KR í umferðinni á undan og steinlá fyrir sprækum Haukum, 101-82 í leik liðanna í Hafnarfirði. ÍR komst einu sinni yfir í byrjun leiks en Haukar höfu undirtökin allan tímann.  

Í hálfleik var staðan 59-45.  Gerald Robinson var sterkur í liði Hauka gegn sínu gamla félagi, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Flenard Whitfield skoraði einnig 20 stig.

Kári Jónsson átti 9 stoðsendingar og skoraði 14 stig. Collin Pryor var bestur í liði ÍR, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og fiskaði 7 villur á mótherjana. Evan Christopher Singletary skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Eftir þrjá sigra í röð hefur ÍR tapaði tveimur í röð, fyrir Breiðabliki í bikarnum og fyrir Haukum í gærkvöldi. ÍR hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur en Haukar halda sér í toppbaráttunni, eru 6 stigum á eftir efsta liðinu, Keflavík.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt Arnars Björnssonar um leikinn og viðtöl við þjálfara liðanna.

Klippa: Sportpakkinn: Haukar taplausir í Ólafssal
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×