Solskjær: Við þurftum á svona frammistöðu að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var skælbrosandi eftir leik. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira