Friðarsúlan ekki skökk Garðar Örn Úlfarsson og Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Frá tendrun Friðarsúlunnar í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira